Gömul reynsla mín af pólitíkusum er, að þeir hafa sérstakt tungumál. Þegar þeir segja, að eitthvað verði gert, meina þeir, að þeir vilji reyna að gera það. Samkvæmt íslenzku er langur vegur þarna milli. Þegar þeir eru spurðir, hví þeir efni ekki loforð sín, segjast þeir hafa reynt. Óviðráðanleg atvik hafi hins vegar hindrað fullnustu. Þegar Björgvin Sigurðsson lofar öllum landsmönnum lausn vandamála þeirra, þarf enginn að trúa. Hann á bara við, að hann ætli að reyna. Þegar til kastanna kemur, verður ríkið svo blankt, að ríkisstjórnin tímir ekki að leysa málið. Ég reyndi, segir þá Björgvin.