Tugþúsundir í ruglinu

Punktar

Mörgum finnst fréttnæmt, að Sjálfstæðis sé kominn niður fyrir 20% í fylgi. Mér finnst merkara, að 40.000 manns ætli að kjósa bófaflokkinn. Þrátt fyrir allt, sem gengið hefur á. Fréttir um leynireikninga Bjarna formanns í skattaskjóli á aflandseyjum og margs konar brask hans í beinu sambandi við glæpabanka á síðustu stundu fyrir hrun. Í evrópskum alvörulöndum sæti hann í fangelsi, misheppnaður fjárglæframaður með pólitískt öryggisnet. Eins finnst mér merkilegt, að annar fjárglæfrakall og spraðurbassi skuli eiga slíka reikninga í skattaskjóli og vera aðili að hrægammasjóðum. 20.000 ætla að kjósa Sigmund, sem ætti líka að sitja inni.