Kóngurinn í Bahrain er trylltur, hinn mikli vinur auðjöfra heims og Ólafs Ragnars Grímssonar. Hamad kóngur lætur öryggisverði sína ráðast á lækna og sjúkrahús. Lætur taka sjúklinga af skurðarborðum og setja þá í fangelsi. Lætur fingurbrjóta skurðlækna, svo að þeir geti ekki skorið upp. Lætur loka aðgangi að sjúkrahúsum, svo að enginn komist inn. Kallar í her frá Saudi-Arabíu, versta miðaldaríki heims. Það er von, að þúsundir viðskiptabófa og bankabófa vilji í ellinni hreiðra þar um sig í lokuðum hverfum Bahrein. Það er von, að drottningin í Bretlandi bjóði brjálæðingnum í brúðkaupsveizluna.