Tryllt öskur ráðherra

Punktar

Bjarni Ben er að missa kúlið út af fréttum heima og erlendis um streitu hans við að sameina brask og stjórnmál. Á laugardaginn reifst hann við blaðakonu á 365, svo heyrðist vítt um húsið. Fólki brá þar við tryllt öskur forsætisráðherra. Á mánudaginn var hann svo leiðréttur af Guardian, einna áreiðanlegustu heimildinni í fréttabransanum. Búast má því við, að tryllt öskur Bjarna verði endurtekin víðar á skrifstofum fjölmiðla. Hann sér fram á fylgistap í kosningum og missi hans á stöðu formanns. Bófaflokkurinn getur ekki unað við formann, sem sleppir sér og öskrar. Ekki frekar en Framsókn gat unað við trylltan Sigmund Davíð.