Trúnaður langt umfram getu

Punktar

Ár er síðan Geir Haarde, Ingibjörg Sólrún og Árni Mathiesen vissu um yfirvofandi hrun. Þeim þótti það svo leyndó, að þau sögðu ekki einu sinni bankaráðherranum frá. Stöðvuðu ekki IceSave. Eftir hálft ár hrundu bankarnir og ríkisstjórnin hélt áfram að klóra sér í haus. Þremenningarnir eru núna löngu síðar hættir í pólitík. Hafa axlað pólitíska ábyrgð sína með semingi, en hafa þó ekki beðist afsökunar. Þetta var það, sem í vetur var kallað vanhæf ríkisstjórn. Þetta var virkilega vanhæft fólk, sem hafði verið trúað til starfa langt umfram getu þess. Slík vanhæfni fylgir oft fámennum þjóðum.