Trúlausa þjóðin

Punktar

Frakkar hafa í tvær aldir verið andstæðari trúarbrögðum en aðrar þjóðir Evrópu. Blóðug bylting þjóðarinnar gegn aðli og klerkum lifir góðu lífi. Algerlega er skorið milli ríkis og trúar. Bannað er að bera trúartákn utan á sér. Bannað er hafa kross um háls eða á vegg. Í framhaldi af þessari eindregnu trúarandúð Frakka koma tilraunir til banns við búrkum og búrkini. Slíkt er talið vera mótmæli múslima gegn banni við flöggun helgisiða, sem  tengjast kúgun kvenna. Nú hefur dómstóll snúist gegn búrkini-banni sem opinberum afskiptum af klæðnaði kvenna. Sambúð ríkis og róttækra trúarbragða mun áfram vera erfið í Frakklandi.