Trúarofstæki tekur völdin

Punktar

Frank Rich dálkahöfundur segir í New York Times í morgun, að trúarofstækismenn séu orðnir nógu margir í Bandaríkjunum til að stjórna landinu. Pólitíkusar dansi eftir pípu þeirra. Fræðslukvikmyndir um eldfjöll og Galápagos séu teknar úr umferð af því, að þar sé talað um þróunarkenningu Darwins. Sama er að segja um fjölda kennslubóka. Rich segir, að þetta sé hættulegra en Osama bin Laden, hið raunverulega JIHAD nútímans. Trúarofstækismenn, sem segja heimsendi vera í nánd, séu að taka völdin í Bandaríkjunum. Baráttan gegn því, að Terri Schiavo fái að deyja í friði, sé hluti af þessu.