Trúarofsóknir á börnum

Punktar

Ríkisvaldið hefur tekið að sér að vernda börn fyrir umhverfi sínu, þar á meðal foreldrum með ofstæki í trúarbrögðum. Hvers konar árásir á líkama barna þarf að hindra, sömuleiðis árásir á sál og huga. Þessi verndun þarf að ná til 18 ára aldurs, þegar ungir borgarar eiga að geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir, til dæmis um fermingu eða um götun fyrir skartgripi. Nú þegar er bannaður umskurður kynfæra stúlkna. Sama ætti að gilda um umskurð á kynfærum drengja, hann þarf að banna. Réttur barna er æðri trúarofsa foreldra. Aðeins læknar megi skera börn og þá af heilsuástæðum, en ekki trúarlegum. Mannréttindi eru æðri en eldforn trúarbrögð.