Erkiklerkar leysa lögreglustjóra af hólmi. Þannig var það í Íran og þannig verður það í Egyptalandi og Líbíu, Írak og Sýrlandi. Lögregluríkið kúgar vestrænt hugsandi fólk til hlýðni. En ræður ekki við þá, sem leita halds og trausts í trúnni. Ofstækisfullir múslimar láta lögreglu og her ekki kúga sig, heldur rísa þeir upp. Þeir veltu keisara í Íran og reistu erkiklerk í staðinn. Stuðningur vesturlanda og einkum Bandaríkjanna við lögregluríki í miðausturlöndum leiðir til aukins haturs ofstækisfullra. Stuðningur við Musharraf í Pakistan og Mubarak í Egyptalandi hefnir sín grimmt um síðir.
