Trú á hringrás og framfarir

Punktar

George Monbiot heldur því fram í Guardian, að trúarbrögð eingyðis, gyðingatrú, kristin trún og múhameðstrú, hafi sigrað heiminn og breytt trú manna úr trú á hringrás lífs í trú á framfarir og guðleysi. Þetta hafi þá verið hjónaband trúar hjarðmanna á einn allsherjarguð og aðstæðna, sem voru grundvöllur myndunar borgríkja. Nútímamaðurinn telur sig ekki vera hluta af hringrás náttúrunnar og fjölbreyttra guða hennar og landvætta. Hann telur sig vera á framfarabraut, ráða yfir nátturunni og endar auðvitað með því að trúa á sigur sin yfir náttúrunni og á sjálfan sig sem guð.