Treysta ekki Íslandi

Punktar

Erlendir bankar vilja ekki lána stoðtækja-fyrirtækinu Össuri, þótt því gangi vel. Þeir vilja bara lána erlendum dótturfyrirtækjum Össurar. Þetta stafar af, að Íslandi er ekki treyst. Í fyrsta lagi hafa verið hér gjaldeyrishöft frá hruni og virðast verða langvinn. Í öðru lagi hafa Íslendingar illt orð á sér fyrir að neita að borga skuldir. Engu máli skiptir, hvaða skoðun menn hafa á þessum meintu skuldum, útlendingar telja þær vera skuldir. Þeir haga sér samkvæmt því. Þess vegna er hagkvæmt að greiða IceSave og að fara ekki í málaferli. Frágangur IceSave liðkar einnig fyrir afnámi gjaldeyrishaftanna.