Tregur útflutningur

Punktar

Búast má við erfiðum tímum í sölu útflutningsafurða. Viðskiptaríki okkar sogast æ þéttar inn í kreppu. Við slíkar aðstæður reyna allir að flytja inn minna af vörum. Sem dæmi má nefna Kínverja, er eiga miklar birgðir af áli, sem þeir niðurgreiða. Þar er því ekki markaður fyrir innflutt ár, til dæmis frá Íslandi. Árum saman verður álverð lágt og sala treg. Svipað er að segja um fiskinn, verðið verður lágt og sala treg. Þannig magnar erlend kreppa íslenzka hrunið, veldur okkur erfiðleikum við að afla gjaldeyristekna. Í þessu er þó einn ljós punktur, erlendar myntir lækka í verði eins og krónan.