Frakkland, Þýzkaland og ýmis önnur ríki, sem beðin hafa verið um að taka mikinn þátt í að fjármagna endurreisn Íraks eftir hervirki Bandaríkjanna og Bretlands, hafa látið vita, að þau þurfi fyrst að sjá, hvernig verði ráðstafað tekjum af olíulindum landsins, sem Bandaríkin stjórna, og hvernig verði flýtt fyrir myndun innlendrar stjórnar í landinu. Þeim þykir Bandaríkin ganga einræðislega fram án samráðs við oliueftirlistnefnd Sameinuðu þjóðanna og þau ríki, sem kölluð hafa verið til fjárhagslegrar aðstoðar. Frá þessu segir Colum Lynch í Washington Post.