Tregar skattrannsóknir á aflandsfé

Punktar

Krónuútboðið olli Seðlabankanum og ríkisstjórninni vonbrigðum. Alls seldust 72 milljarðar af 178 milljörðum, sem átti að selja. 300 milljarða snjóhengjan mun því hanga fram yfir ævilok ríkisstjórnarinnar. Aflendingar eiga mikið af fénu í bandarískum hrægammasjóðum. Lítið heyrist samt af rannsóknum á skattsvikum, sem liggja að baki aflandsfénu í skattasjólum. Þarna liggja hundruð milljarða af skattsviknu fé. Einfaldast er að efla skattrannsóknir sem mest. Setja þá fremst í röð rannsókna, sem tregastir eru til að kaupa sig úr hengjunni. Því miður hafa bófaflokkar stjórnarinnar einmitt dálæti á skattsvikurum í skattaskjólum.