Ég nefndi Joseph Stiglitz í gær. Nóbelshagfræðinginn, sem skrifaði bókina “Globalization and its Discontents”. Í morgun birtist svo grein eftir hann í Guardian. Skrifar um fjármálakreppuna. Segir hana stafa af ábyrgðarleysi bankamanna og vanhæfni stjórnvalda. Bönkum hafi tekizt að koma sér undan reglugerðum í góðu árferði. En reyni svo í kreppunni að hlaupa í skjól hjá ríkinu. Skortur á reglugerðum stafi af trú á svokallaða Chicago-hagfræði frjálshyggjunnar. Fagnaðarerindi hennar var boðað með árangri víða um heim. Vegna þessa segir Stiglitz traust vera upp urið á peningamarkaði heimsins.