Traustið er horfið

Punktar

Dollarinn getur ekki verið gjaldmiðill alls heimsins, ef heimurinn hættir að treysta verðgildi hans. Sjúkur miðill getur ekki verið gjaldmiðill heimsins. Við hverja lækkun dollars fjölgar þeim, sem telja öruggara að flýja í evruna, sem óvart er að taka við sem gjaldmiðill heimsins. … Nú eru það einkum Japan og sérstaklega Kína, sem halda gengi dollars uppi með því að safna honum. Seðlabankinn í Kína á ógrynni dollara og getur látið hann rúlla með því að fara að selja. Heimsveldi, sem eyðir og spennir fyrir náð og miskunn Kína, hefur ekki ráð á að heyja stríð í þriðja heiminum. …