Geir Haarde laug, að kröfur Alþjóða gjaldeyrissjóðsins væru alls engar. Síðan laug hann, að sjóðurinn heimtaði leyndó um kröfur sínar. Loks kom í ljós, að það var Geir sjálfur, sem heimtaði leyndó um þessar rúmlega þrjátíu kröfur. Geir Haarde laug, að hækkun stýrivaxta væri Seðlabankanum að kenna. Samdægurs kom í ljós, að hún var samkvæmt 19du kröfu Sjóðsins. Ruglið á Geir er slíkt, að hann segir tæpast satt orð inn á milli lína. Pólitíkusar hafa oft verið lygnir, en fyrr má nú rota en dauðrota. Firrt er, að trausti rúinn raðlygari geti öllu lengur verið forsætisráðherra.