Stjórnarslitin eru verk beggja stjórnarflokkanna. Þeir voru ósveigjanlegir, þegar á reyndi. Athyglisverðasta frétt dagsins er, að Sjálfstæðisflokkurinn sætti sig fyrir jól við brottför Davíðs Oddssonar úr Seðlabankanum. Því ber Samfylkingin ábyrgð á, að tortímandinn er enn við völd í lok janúar. Enn við völd eftir stjórnarslit. Ég held, að Samfylkingin geti seint hreinsað sig af langri aðild að vanhæfri ríkisstjórn. Fortíðin hverfur ekki, þótt menn stökkvi fyrir borð.