Tónlistarmenn frystir

Punktar

Heimskunnir tónlistarmenn eru í vanda vegna streituviðbragða Bandaríkjanna og Bretlands við hryðjuverkum. Þeir geta ekki flutt með sér hljóðfærin, þótt þeir kaupi sæti undir þau. Engum dettur í hug að setja verðmætan Stradivarius í farangursgeymslu. Þess vegna hefur ferðum tónlistarmanna yfir Atlantshafið snarfækkað og innan Evrópu eru tónlistarmenn aftur farnir að nota lestar. St.Lúkasar hljómsveitin í New York hætti við að leika á Edinborgarhátíðinni. Nú verða Bandaríkjamenn að spila í Bandaríkjunum og Evrópumenn í Evrópu. Segið svo, að bin Laden nái ekki árangri.