Leifar smokkfisksins reka neyzlubúð á Flúðum. Innan um gróðurhúsin selja Samkaup ekki tómata og grænmeti svæðisins. Og auðvitað ekki heimaframleiddu jarðarberin. Það litla, sem til er í búðinni, kemur innpakkað úr Reykjavík. Þetta minnir mig á tilraunina til að kaupa nýjan fisk á Akureyri. Það var alls ekki hægt, þrátt fyrir tvær af stærstu útgerðum landsins. Í miðstöð sjávarútvegs var bara hægt að kaupa frosinn fisk. Svona er nútíminn. Vara fer beint af færibandi í umbúðir og er síðan send í dreifingarmiðstöðvar. Ég keyrði um Flúðir, en sá hvergi skilti um sölu grænmetis úr gróðurhúsi.