Tölvuvinnsla þjóðfundarins

Punktar

Tölvuvinnsla þjóðfundarins var ekki og er ekki frambærileg. Í gærkvöldi var um tíma hægt að nota orðaský með heitum reitum. Í morgun var það ekki lengur hægt. Mikilvægt er, að niðurstöður fundarins berist fólki hratt. Lítill tími er til kosninga á stjórnlagaþing. Fólk þarf að geta leitað að meiningum að baki slagorða þjóðfundarins. Ein og sér eru þau lítil virði. Annað hvort fer leitin fram sem hefðbundin orðaleit eða myndræn. Ef tölvumenn ráða ekki við myndræna framsetningu, verða þeir að nota hefðbundna leit með innslætti notenda. Ekki dugir að rembast við tækni, sem menn ráða svo alls ekki við.