Tölvan segir NEI – á mánudegi

Punktar

Réttlæti felst í, að þeir nái árangri, sem fá flest atkvæði. Það er hægt með einföldum hætti. Með því að raða mönnum í númeraröð og gefa mismunandi stig fyrir hvert sæti. Hingað til hefur slíkt þótt nægja, enda er það GEGNSÆTT. Sífelld leit manna að einhverju öðru réttlæti en því einfalda hefur leitt til alls konar rugls. Frægastur er flakkarinn, sem troðið var upp á íslenzka kjósendur. Núna hefur tölvan tekið við í kosningum til stjórnlagaþings. Ekki er boðið upp á talninganótt með tilheyrandi skemmtanalífi. Dauðaþögn í tvo sólarhringa. Á mánudag kemur formaðurinn og upplýsir, að tölvan segi NEI.