Ríkisstjórnin er búin að vera. Kemur sér ekki saman um neitt, sem skiptir máli. Ekki um Evrópu og ekki um IceSave. Svo heillum horfin, að hún rekur frá sér heilaga Evu Joly, sem var vonarstjarnan. Tengiliður einangraðrar ríkisstjórnar við langþreytta þjóð. Óbeitin á ofurhæfri Joly stafar af hroka Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar. Þau eru orðin svo illa haldin af hroka, að á tólf mánuðum verða þau orðin eins biluð og Davíð Oddsson varð á tólf árum. Það fer sérstaklega í taugar Jóhönnu, að hér skuli vera heilög kona, sem slær heilagri Jóhönnu við í almenningsálitinu.