Við höfum nú fengið að vita, að það kostar tveggja mánaða fangelsi að stela vörum að andvirði 6098 krónum. Áður höfum við fengið að vita, hvað kostar Lalla Jóns að hafa stolið kartoni af sígarettum, bjórkippu eða lambalæri. Sex mánuði í hvert skipti. Við vitum því nákvæmlega, hvernig dómarnir verða yfir útrásarbófum og bankastjórum, lagatæknum og bókhaldstæknum hrunsins! Þeir verða dæmdir í tíuþúsund ára fangelsi hver. Ef einhver afsláttur verður gefinn, sem Lalli Jóns fékk ekki, vitum við, að dómstólarnir eru rotnir í gegn. Að höfðingjarnir mega hafast að, það sem smælingjunum bannað er.