Tíu prósent eru gleymd

Punktar

Samherji á einn fulltrúa í ríkisstjórninni, Kristján Þór Júlíusson. Kaupfélag Skagfirðinga á annan fulltrúa, Ásmund Einar Daðason. Svo grunnmúrað er eignarhald kvótagreifa á þjóðfélaginu. Auk Sjálfstæðis og Framsóknar taka Vinstri græn ábyrgð á þessari hefð stéttaskiptingar. Við höfum því eitt prósent þjóðarinnar, sem lifir á að dæla þjóðarauðlindinni yfir til sín. Tæplega 80% þjóðarinnar hafa það gott eða sæmilegt og eru sátt við ástandið. Styðja ríkisstjórn, sem er byggð svona upp. Um 10% þjóðarinnar eru undirstétt, sem hefur það skítt. Þar eru húsnæðislausir, öryrkjar og aldraðir. En meirihluta finnst það bara þolanlegt eða allt í lagi.