Þessi hafa hlotið flestar tilnefningar í framboð til forseta á fésbók þeirra, sem vilja skipta um forseta. Nöfnin tíu eru talin upp í atkvæðaröð: Þóra Arnórsdóttir, Stefán Jón Hafstein, Ragna Árnadóttir, Páll Skúlason, Salvör Nordal, Andri Snær Magnason, Vilhjálmur Árnason, Herdís Þorgeirsdóttir, Gerður Kristný, Elín Hirst. Senn fer að koma tími til að vinda sér í könnun á, hver þeirra hefur mest fylgi. Síðan þarf að sannfæra viðkomandi um að bjóða sig fram. Út úr svona vinnu má ekki koma nema einn frambjóðandi. Annars vinnur Ólafur Ragnar á dreifingu atkvæða. Samtaka nú.