Tíminn nálgast hratt

Punktar

Vélmenni munu ekki einskorðast við láglaunastörf; skurðmokstur og heimilisþrif. Munu jafnskjótt taka yfir störf, sem hingað til hafa krafizt háskólaprófs. Munu skrifa kranafréttir í fjölmiðla, fletta í dómskjölum, predika í kirkjum, lesa úr heilalínuritum, bulla og greiða atkvæði á alþingi. Við munum fljótt neyðast til að taka þátt í stríði. Milli atvinnurekenda, sem vilja ódýr, launalaus vélmenni og menntafólks, sem vill sitt mánaðarlega kaup. Þá er eins gott, að fólk hafi á hreinu, að það stjórni ferðinni, en ekki eigendur vélmenna, greifar kvóta, auðs og valda, Moggans og Davíðs. Hin óvissa framtíð nálgast okkur með ógnarhraða.