Í Bandaríkjunum eru lögð mislæg gatnamót á einni helgi. Það er sá hámarkstími, sem fólk sættir sig við truflanir og seinkanir á leið sinni. Hér á landi hefur tekið marga mánuði að leggja nýju Hringbrautina sunnan við Umferðarmiðstöðina. Í nóvember eru yfirvöld að leggja þökur á brekkur kringum gatnamót Hringbrautar og Snorrabrautar. Óbærilegt er að hugsa til þess, hversu langan tíma muni taka borgaryfirvöld að setja Miklubrautina niður í stokk. Verkfræðingar í umferðarmálum borgarinnar virðast ófærir um að reikna tímalíkön, þar sem fundin er skemmsta leið að hverju marki.