Til hvers er hagvöxtur?

Punktar

Efnahagur Íslendinga batnar yfirleitt örlítið á hverju ári. Á sama tíma á samfélagið í vaxandi erfiðleikum með að halda uppi óbreyttri velferð. Niðurskurður í sjúkrageiranum og aukin kostnaðarhlutdeild sjúklinga eru dæmi um það. Enn sem fyrr leggst lífsbarátta þungt á unga fólkið með háum húsnæðiskostnaði og löngum vinnudegi. Á hverjum morgni taka Íslendingar inn meira en 10.000 töflur af geðbreytilyfjum. Því er nærtækt að spyrja, til hvers hagvöxturinn sé.