Hæstiréttur Þýzkalands sagði í frægum Karólínudómi sínum, að prinsessan í Monako sé opinber og geti ekki kvartað yfir athygli fjölmiðla. Tilgangur þeirra væri að segja fréttir, svala forvitni. Fjölmiðlun hafi alltaf verið persónuleg. Dómstóllinn sagði, að ekki væri hægt að gera greinarmun á virðulegri fjölmiðlun og persónulegri fjölmiðlun. Hann sagði, að prentfrelsi væri æðra einkalífsrétti. Heimilt hafi verið að taka og birta myndir af Karólínu prinsessu á veitingahúsi, á hestbaki, í verzlun, á skíðum, á baðströnd, svo framarlega sem þessir staðir séu opnir almenningi.