Stjórnlagadómstóll Þýzkalands stóð árið 2007 frammi fyrir sama vanda og Hæstiréttur um daginn. Þýzki dómstóllinn úrskurðaði, að kosningalögin, sem notuð voru við þingkosningarnar, brytu í bág við stjórnarskrána. Sýnu verra mál en hér. Samt úrskurðaði þýzki dómstóllinn, að úrslitin skyldu standa, enda miklir almannahagsmunir í húfi. Þjóðverjar eru hagsýnir, en Hæstiréttur Íslands ekki. Hann vildi stjórnlagaþingið feigt. Dómararnir vilja ekki nýja stjórnarskrá með breyttum ákvæðum um auðlindir. Þeir vilja óbreytt ástand. Þess vegna misbeittu þeir valdi sínu til að slátra stjórnlagaþinginu.