Þýzka Angelu-hrunið

Punktar

Staða Angelu Merkel og flokks hennar hrundi í kosningum um helgina. Alternative für Deutschland þjóðremban sogaði til sín fylgi vegna óvinsælda flóttafólks. Um leið hrundi staða Þýzkalands í samfélagi Evrópuríkja. Landamærum lokað kruss og þvers um Evrópu. Samningur Merkel við einræðisríkið Tyrkland fékk siðferðislega falleinkunn. Jafnvel Frakkland hristir haus. Fólk vill alls ekki, að Tyrkir fái Schengen-frelsi í Evrópu út á stöðvun flóttafólksins. Austurríki, Tékkland og Pólland hafa sameinast um grjótharða stefnu gegn Tyrklandi og komu flóttafólks. Ráða núna ferðinni í Evrópu. Danmörk og jafnvel Svíþjóð feta dauðhrædd á eftir.