Því miður drengir

Punktar

Ég hef enga trú á, að Guðlaugur Þór Þórðarson eða Bjarni Benediktsson geti keppt við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir um varaformanninn. Hún hefur komið vel fyrir í ráðherrastóli, öfugt við flesta ráðherra flokksins. Hún er kona og það skiptir máli þessi árin. Hún er baráttuglöð með vélbyssukjaft, ef því er að skipta. Drengirnir eiga ekkert erindi í hana. Ekki frekar en “miðaldra karlmenn” áttu á sínum tíma. Og sjálf er hún ekki komin á endastöð. Eftir stórtap flokksins í næstu kosningum verður Geir H. Haarde að segja af sér. Þá getur enginn keppt við Þorgerði Katrínu um formanninn. Því miður drengir.