Nýja ríkisstjórnin verður ekki með öllu þveröfug við þá, sem vék af hólmi. Annar flokkur nýju stjórnarinnar kemur beint frá hinni gömlu. Að svo miklu leyti, sem gamlir ráðherrar verða nýir, verður erfitt að kenna gömlum hundi að sitja. Sérstaklega er ástæða til að hafa áhyggjur af frjálshyggjuveiki Samfylkingarinnar. Til dæmis hjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, sem í vetur taldi skattahækkanir á ríka bara vera sjónhverfingu. Vonandi hefur hún skipt um skoðun. Það er einfalt réttlætismál, að allir borgi sömu skattprósentu, líka þeir, sem lifa af fjármagnstekjum.