Þúsund milljarða bruninn

Punktar

Gizka á, að IceSave kosti okkur 600 milljarða. Lánarugl Davíðs Oddssonar í fyrrasumar kostar 300 milljarða. Endurreisn bankanna kostar 500 milljarða. Aukinn gjaldeyrisforði kostar 300 milljarða. Síðasta talan var nauðsynleg, þótt ekki hefði orðið hrun, Seðlabankinn var vanfjármagnaður. Eftir stendur, að yfir þúsund milljarðar brunnu í vitleysu. Brunnu í ruglinu, þegar óðir bankamenn lánuðu eigendum sínum og öðrum snillingum án nothæfra veða. Einkum voru það snaróðir bankastjórar, sem ollu hruni þjóðarinnar. Grínistar útrásar, seðlabanka og eftirlitsstofnana áttu þar örlitlu minni aðild.