Þurfum við Björk?

Punktar

Mér sýnist Svanur Kristjánsson prófessor hafa á réttu að standa á báðum póstum. Að Össur fari fram og að hann nái ekki kjöri. Samfylkingin er lítið og lélegt bakland og pólitíkusar engin söluvara. Katrín Jakobsdóttir er líklega sá eini, sem hefði átt séns. Líklega af því að fólk telur hana heiðarlega og sáttfúsa. En hún hyggst ekki bjóða sig fram. Senn þurfum við nýja könnun til að segja okkur, hver rýfur 8% fylgisþakið, sem birtist í nýlegri könnun MMR. Enn er ekki kominn miður marz, svo góður tími er til stefnu. Óvíst er, að rétta persónan birtist fyrr en eftir mánaðamót. Þurfum við þá pírata eða kannski bara Björk?