Ódýrasta og áhrifaríkasta leiðin til að auka atvinnu í landinu er að efla ferðaþjónustu. Við þurfum að auka möguleika erlendra ferðamanna á að hafa gaman af að dveljast hér. Náttúra Íslands býður möguleika, sem enn hafa aðeins verið nýttir að hluta. Fjárfesting í þessari grein gefur margfalt fleiri atvinnutækifæri en hliðstæð fjárfesting í stóriðju. Hana þarf að vísu að efla líka, en þar þarf að fara varlegar. Samanlagt þurfum við svo miklar fjárfestingar, að okkur vantar lánsfé að utan. Til þess að efla lánstraust og lækka refsivexti verðum við nú þegar að ganga friðsamlega frá IceSave.