Þú skalt reykja

Punktar

Útvarpsstöðin XFM gaf sígarettur í beinni útsendingu og afhenti þeim, sem reyktu, frímiða í bíó. Ennfremur hefur verið tilkynnt, að stöðin muni á fimmtudaginn bjóða fríar sígarettur á þessari sömu bíómynd. Hvað er hér á seyði? Eru markaðsmenn gengnir af göflunum? Er ekki hægt að stinga þeim inn fyrir að afvegaleiða ungt fólk. Af hverju hefur lögreglan ekki gert neitt í málinu? Hvað er hún yfirleitt að gera? Ekki má hún vera að því að sinna löggæzlu í Reykjavík. Er hún á námskeiðum hjá Alcoa í meðferð þeirra, sem eru Birni Bjarnasyni ekki þóknanlegir?