Þróunarkenningin

Punktar

Í rauðustu ríkjum Bandaríkjanna, þar sem repúblikanar hafa mest fylgi, svo sem í Texas og Kansas, er hart sótt að þróunarkenningu Darwins í skólum. Trúarofstækismönnum þykir hún ekki samræmast biblíunni. Í sautján ríkjum landsins eru ræddar formlegar tillögur um að taka þróunarkenninguna af stalli, til dæmis með því að setja í skólabækur miða, þar sem varað er við henni. Andstæðingar kenningarinnar telja ófært, að kennt sé, að maðurinn sé kominn af öpum, að minnsta kosti séu repúblikanar það ekki. Um þetta skondna mál skrifar Suzanne Goldenberg grein í Guardian.