Þrjú lögmál stýra nýmiðlun. Elzt og frægast er Moore-lögmálið. Það segir, að þéttleiki örgjörva tvöfaldist á 12-18 mána fresti. Löng reynsla hefur staðfest það. Næst í röðinni í Metcalfe-lögmálið. Það segir, að gildi netsambanda aukizt í öðru veldi fjölda útstöðvanna. Þegar vefurinn tengir saman milljónir manna, verður gildi netsins stjarnfræðilegt. Þriðja er svo lögmál Reed. Það segir, að hópar sem endastöðvar, þar sem allir tala við alla, auka gildi netsins í n-ta veldi. Samanlagt segja þessi lögmál okkur, að samgönguþróun veraldarvefsins margfaldist hraðar með hverjum degi.