Þrjár aðferðir eru beztar til að draga úr líkum á hryðjuverkum á Íslandi. Ein er, að landsfeður neiti sér um að segja óviðkomandi ríkjum í öðrum álfum stríð á hendur. Önnur er, að lögreglan hafi gott samband við þá, sem annast hryðjuverkavarnir í Evrópu. Þriðja leiðin er að semja um, að hér sé ekki lengur svokallað varnarlið frá eina ríkinu í heiminum, sem er og verður hættulegt heimsfriðnum næstu árin.