Stígur heitinn Léttisson frá Vík, uppáhaldshestur konu minnar, hafði vit á við Incitatus, konsúl í fornu Róm. Hann sagði mér, að létt væri að stjórna ríkjum. Fyrsta lögmál einræðisherrans væri að segja blátt Nei við öllum bænarskrám. Þær eru bara sérhagsmunir. Annað lögmál væri að hafa flatan 20% skatt á öllu, tekjum, fjármagnstekjum, neyzlu. Engar undantekningar, engin undanbrögð. Þriðja lögmálið væri að segja sig frá völdum áður en maður yrði drepinn. Því að þannig fór fyrir Caligula, vini Incitato. Tvö ár væru góður starfstími einræðisherra, sagði Stígur. Ég hefði hiklaust kosið hann á þing.