Eðlilegt er að hjálpa þeim, sem bankarnir ginntu til að taka gjaldeyrislán fyrir íbúðum. Brúa bilið, þangað til gengi krónunnar lagast að nýju. Þrír aðilar eru ábyrgir fyrir þessum forkastanlegu lánum, ríkisvaldið, bankarnir og fólkið. Hver aðilanna ætti að taka á sig þriðjung mismunar afborgana. Eins og þær eru nú og eins og þær verða, þegar gengið hefur náð jafnvægi. Fólk á sjálft að borga hluta sinnar eigin vitleysu. Glæpabankar eiga að borga fyrir gróft afbrot sitt. Og ríkið á að borga fyrir að leyfa þeim að leika lausum hala. Þannig taka allir þátt og margir forðast gjaldþrot.