Peningavaldið safnast ógnarhratt á þrjár hendur hér á landi. Bankarnir þrír eru þungamiðja þriggja blokka, sem stjórna landinu og ráða í smáatriðum, hvaða rekstur og framtak lifir eða deyr. Þær eru að breytast í þríhöfða þurs, sem hefur gert hlutabréfamarkaðinn marklausan og kjósendur að feitum þrælum óligarka. Smám saman semja blokkirnar þrjár um gagnkvæmt svigrúm og koma á illa dulbúinni einokun, sem er endastöð núverandi markaðshagkerfis og um leið aðdragandi nýrrar ringuleiðar að hætti Hegels.