Ríkisstjórnin hefur ekki leitað út fyrir þröngan hóp ráðgjafa af trúflokki nýfrjálshyggjunnar. Enginn þeirra sérfræðinga, sem hafa ráðlagt breytingar á stefnunni, hefur verið kvaddur til. Enginn hagfræðingur úr háskólum okkar né úr erlendum háskólum á borð við London School of Economics. Frægir fræðingar um kreppu hafa fjallað um Ísland, en ríkisstjórnin hefur ekki heldur leitað ráða hjá þeim. Enn sem fyrr styðst ríkisstjórnin við þriðja flokks ráðgjafa. Þeir trúðu ekki, að samfélagið mundi hrynja, því að trúarsetningar þeirra sögðu annað. Þetta hefur valdið víðtæku vantrausti á flaustri stjórnvalda.