Þreyttir hernámsliðar

Punktar

Peter Greste, fréttamaður BBC í Bagdað segir, að bandarísku hermennirnir séu orðnir þreyttir á Írak og vilji komast heim. Eftirlitsferðir á fæti hafa verið lagðar niður og þeir þora ekki út úr Hummer-jeppunum. Þeim hafði verið sagt, að íbúarnir mundu fagna þeim sem frelsurum og að dvölin yrði skammvinn. Nú líta þeir á alla Íraka sem óvini og skjóta af minnsta tilefni, jafnvel á 11 ára börn.