Stríðið í Líbýu getur endað í þrátefli. Bandamenn hindra hernað úr lofti og af sjó af hálfu Gaddafi. Það jafnar stöðuna. Frakkar hafa þar á ofan valdið mikilli eyðileggingu skriðdreka og annarra vígvéla víða um landið. Einkum þó í nánd við Benghazi, miðstöð uppreisnarinnar. Her Gaddafi berst þó áfram, en mest með léttum vopnum eins og uppreisnarmenn. Líklegt er, að Gaddafi missi þorp og bæi, þar sem ættarhöfðingjar eru honum andsnúnir. Haldi hins vegar Tripoli, þar sem hann er sterkur. Uppreisnin mun ná aftur miklum landsvæðum. En þyngra verður undir fæti, þegar kemur að höfuðvíginu í höfuðborginni.