Baldur McQueen er hættur að blogga vegna sinnuleysis þjóðarinnar um velferð sína. Hefur lengi verið einn bezti bloggari tungunnar og jafnframt einn sá vinsælasti. Telur greinilega, að þessu ættu að fylgja áhrif, farið yrði að hugmyndum hans. Ég hef lengri reynslu en Baldur. Skrifaði leiðara í nærri fjóra áratugi og hef síðan bloggað. Er mikið lesinn enn í dag. Samt hef ég aldrei tekið eftir, að ég hefði nein áhrif. Ekki hefur það svælt mig burt af velli. Mér finnst þjóðin vera fremur heimsk og einstaklega þýlynd. Sé samt enga ástæðu til að gefast upp eins og Baldur. Þrasinu lýkur aldrei.