Enn er fjölmiðlafrumvarpið komið fyrir Alþingi. Er bezta dæmi um þráhyggju, sem tekur engum rökum. Var upphaflega samið í bönker Davíðs Oddssonar, sem sá fjölmiðla í hverju skoti. Halldór Ásgrímsson tróð því upp á Framsókn. Nú hefur Samfylkingin tekið við hlutverki hækjunnar. Frumvarpið bannar ríkum að eiga dagblöð: “Útgefandi dagblaðs skal ekki hafa aðra óskylda starfsemi með höndum”. Ekki hjálpar það í útrýmingarhættunni. Mogginn drepst senn, ef hann fær ekki hjálp skartbúins auðmanns á hvítum hesti. Líklegra er, að dagblöð skrimti, ef aflögufærir menn eru fúsir til að fórna peningum í þau.
