DV birtir í dag mörg dæmi um órökrétta þrætubókarlist Davíðs Oddssonar í Kastljósi. Sum orð hans voru smjörklípa, önnur voru rauðsíld. Yfirfærsla á spyrjandann var algeng og sóknarvörn ekki síður. Lesið listann á DV.is ykkur til skemmtunar. Dæmi eru: Fjöldi fólks, sem ekki vill náta nafns síns getið, hefur leitað til mín og sagt mér, að það treysti engum betur en mér. Allir treysta Seðlabankanum, því að hann einn hélt öllu gangandi. Þetta vita þeir, sem þekkja málið og vilja kynna sér það. Margt á eftir að koma í ljós, sem sýnir, að ég hef alltaf haft rétt fyrir mér. Næstu spurningu takk.